Háskólinn eignast Skólabæ við Suðurgötu

Háskólinn eignast Skólabæ við Suðurgötu þegar Jón E. Ólafsson hæstaréttarlögmaður og kona hans, Margrét Jónsdóttir, afhentu háskólanum húseign sína að gjöf. Mötuneyti háskólakennara var þar til húsa fram til 1988 þegar það var flutt í Tæknigarð. Í Skólabæ hafa einnig verið gestaíbúðir, skrifstofur og salur fyrir móttökur og smærri viðburði.

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi komið á fót

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi er komið á fót og tók hún yfir allt starf og eignir Handritastofnunar Íslands. Hafði stofnunin bæði sjálfstæðan fjárhag og sérstaka stjórn. Nafnbreytingin var gerð í samræmi við ákvæði í sáttmálanum milli Dana og Íslendinga um hvernig staðið yrði að afhendingu hluta hinna íslensku handrita frá Danmörku.

Stúdentar mótmæla heimsókn William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Árnagarði þar sem Handritastofnun er til húsa. Mótmælendum tókst að koma í veg fyrir heimsókn hans í Handritastofnunina.
Stúdentar með mótmælaborða við inngang Árnagarðs
Vísindamaður að störfum í VR-I
VR-I
Frá baráttusamkomu stúdenta 1. desember 1972.
Úr matsölu stúdenta sem þá var til húsa í byggingu Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut
Deila