Rannsóknanám við Háskóla Íslands

Háskólaráð samþykkti 8. febrúar þetta ár breytingar á reglugerð sem heimilaði skipulagt doktorsnám. Þar er háskóladeildum heimilt að skipuleggja doktorsnám í einstökum kennslugreinum sem lýkur með doktorsprófi. Reglugerðin styrkti forsendur til rannsóknanáms við Háskóla Íslands.

Stundakennarar við Háskóla Íslands fara í verkfall

Stundakennarar við Háskóla Íslands fara í verkfall veturinn 1990-1991. Brugðist var við þessu með því að ráða kennara í sérstakar tímabundnar lektorsstöður og með aukinni yfirvinnu fastráðinna kennara og sérfræðinga Háskólans.

Upplýsingadeild við Háskóla Íslands stofnuð

Upplýsingadeild við Háskóla Íslands stofnuð og kynningarfulltrúi í hlutastarfi ráðinn árið 1993.

Byggingarframkvæmdir við Odda

Þetta ár var síðari hluti Odda tekinn í notkun. Í byggingunni eru kennslustofur, tölvuver, kaffistofa nemenda, skrifstofur og starfsemi tengd Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Séð til suðurs frá Lögbergi í þann mund er byggingarframkvæmdir við Odda voru að hefjast. Zóphónías Ásgeirsson húsvörður ræðir við unglinga sem starfa við snyrtingu lóðar.

Afgreiðsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna

Myndasyrpan er af starfsfólki Lánasjóðs íslenskra námsmanna á Laugavegi 77 og nemendum sem þangað komu.

Helgi Loftsson starfsmaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna veitir námsmönnum viðtal og ráðgjöf. Myndin birtist í Handbók stúdenta 1985-1992.

Úr starfi Háskólabókasafns

Myndasyrpa úr starfi Háskólabókasafns árið 1990.

Starfsfólk Háskólabókasafns árið 1990. Í stað Björns Sigfússonar sem vann einn á safninu fram á sjöunda áratug aldarinnar var nú komið 25 manna starfslið í 18 stöðugildum.

Á fremstu myndinni í syrpunni eru, frá vinstri:

  • Edda Snorradóttir
  • Óskar Árni Óskarsson
  • Þorleifur Jónsson
  • Ingibjörg Árnadóttir
  • Auður Gestsdóttir
  • Sólveig Ögmundsdóttir
  • Þórir Ragnarsson
  • Hólmfríður Svavarsdóttir
  • Elísabet Ruth Guðmundsdóttir
  • Sigríður Lára Guðmundsdóttir
  • Siglinde Sigurbjarnarson
  • Elfa Kristinsdóttir
  • Gabriele Blunck
  • María Huld Jónsdóttir
  • Áslaug Agnarsdóttir
  • Sigbergur Friðriksson
  • Þórný Perrot
  • Einar Sigurðsson háskólabókavörður
  • Guðrún Karlsdóttir
  • Barbara Belle Nelson
  • Ingibjörg Sæmundsdóttir
  • Halldóra Þorsteinsdóttir
  • Sigurður Egill Garðarsson
  • Karl Ágúst Ólafsson
  • Jóhanna Skaftadóttir

Mynd úr safni Háskólabókasafns.

Deila