Breytingar á stjórnsýslu HÍ

Lögum um Háskóla Íslands breytt þannig að háskólaráð réð framvegis framkvæmdastjóra stjórnsýslusviða til fimm ára í senn og rektor annað starfslið almennrar stjórnsýslu eftir því sem fé er veitt til. Deildarforsetar réðu starfslið einstakra deilda að höfðu samráði við rektor og eftir því sem fjárráð leyfðu. Markmiðið með breytingunni var að auka valddreifingu, skilvirkni og ábyrgð í stjórnsýslu.

Rannsóknastofa í kvennafræðum tekur til starfa við HÍ

Rannsóknastofa í kvennafræðum opnuð þann 25. ágúst þetta ár. Síðar varð hún Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræði.

Hagi, hús lyfjafræði við Háskóla Íslands
Internettengd tölva á Þjóðarbókhlöðunni á tíunda áratug 20. aldar
Athöfn í Háskólabókasafni, 13. desember þetta ár, þegar tölvukerfi „Þjóðarbókhlöðusafna“ var gefið nafnið Gegnir. Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor; Einar Sigurðsson, háskólabókavörður; Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður; Andrea Jóhannsdóttir, bókasafnsfræðingur; Halldór Halldórsson, prófessor emeritus og höfundur nafnsins Gegnir; Guðrún Karlsdóttir, bókavörður
Stjórn, framkvæmdastjórar og deildarstjórar Félagsstofnunar stúdenta á níunda áratugnum. (myndin er sennilegast tekin árið 1986).
Tveir viðskiptavinir að ganga út úr Bóksölu stúdenta í Stúdentaheimilinu við Hringbraut
Deila