1923

Stúdentar gangast undir meistarapróf

Fyrstu stúdentar í íslenskum fræðum gangast undir meistarapróf.

Stúdentum gefst kostur á ókeypis böðum

Háskólaráð samþykkir að mæla með því við Stjórnarráð Íslands að veita fé til að gefa stúdentum háskólans kost á ókeypis leikfimi og böðum. Þetta var gert að beiðni stúdenta. Ríkisstjórnin veitti fé í þessu skyni fyrir árin 1923 og 1924 en hætti síðan fjárveitingunni því að ráðamenn töldu að um fjáraustur væri að ræða.

Image
Alþingishúsið og Dómkirkjan