1924

Stúdentablaðið kemur út í fyrsta sinn

Stúdentablaðið kemur út í fyrsta sinn í desember 1924. Það var síðan gefið óreglulega út. Hlé var gert á útgáfunni árin 1989 og 1991.

Image
Stúdentablaðið, forsíða fyrsta tölublaðsins.

Sigurði Nordal veittur styrkur til ritstarfa

Sigurður Nordal, prófessor og rektor Háskóla Íslands 1922-1923.

Meirihluti þingmanna samþykkir um vorið að Sigurði Nordal yrði veittur sérstakur 3.000 króna styrkur til ritstarfa sem bættust við prófessorslaun hans. Tillagan mætti harðri andstöðu því að þingmenn óttuðust að hún myndi hrinda af stað flóði svipaðra beiðna frá öðrum kennurum háskólans. Þó var hún samþykkt að lokum því að ekki þótti gott að missa svo merkan fræðimann í íslenskum fræðum úr landi. Styrkurinn varð til þess að Sigurður hafnaði prófessorsstöðu sem honum bauðst í Noregi á þessum tíma.

Image
Sigurður Nordal, háskólarektor