1926

Stúdentakór stofnaður

Stúdentakór stofnaður fyrir forgöngu Stúdentaráðs og var fyrsti stjórnandi hans Sigfús Einarsson organisti. Upphaflega voru rúmlega 30 manns í söngsveitinni en Stúdentaráð lagði henni til fé fyrst um sinn.

Efnafræðikennsla Háskóla Íslands

Læknanemar í verklegri efnafræði.

Efnarannsóknastofa ríkisins var í bakhúsi við Hverfisgötu 44. Trausti Ólafsson tók við forstöðumannsstarfi á rannsóknastofunni er hann kom heim frá námi árið 1921. Árið 1937 var starfsemin flutt í atvinnudeild Háskólans og var Trausti forstjóri hennar frá 1937-1940, deildarstjóri iðnaðardeildar frá 1937-1940 og kennari við læknadeild frá árinu 1921-1960.

Image
Læknanemar í verklegri efnafræði 1926

Kennsla í Alþingishúsinu

Guðfræðinemar, ásamt Sigurði P. Sívertsen prófessor, í kennslustofu guðfræðideildar veturinn 1926-1927.

Image
Guðfræðinemar, ásamt Sigurði P. Sívertsen prófessor, í kennslustofu guðfræðideildar veturinn 1926-1927