1928

Íþróttafélag stúdenta stofnað

Íþróttafélag háskólans stofnað 21. janúar. Fyrsti kennari hjá félaginu var Björn Jakobsson.

Leikfélag stúdenta stofnað

Leikfélag stúdenta stofnað 23. febrúar fyrir forgöngu fjögurra fyrrverandi forvígismanna leiklistar í Menntaskólanum í Reykjavík á árunum 1921-1925, Lárusar Sigurbjörnssonar, Ólafs Þorgrímssonar, Guðna Jónssonar og Þorsteins Ö. Stephensen. Stofnendur félagsins voru 45 að tölu.

Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað

Félag háskólakvenna og kvenstúdenta stofnað 7. apríl. Þann dag komu sex konur saman í Reykjavík, að frumkvæði dr. Bjargar C. Þorláksson, í þeim tilgangi að stofna félag íslenskra háskólakvenna. Tilgangurinn var að koma á sambandi við menntakonur erlendis. Anna Bjarnadóttir, BA og kennari, gekkst þó aðallega fyrir stofnun félagsins sökum þess að Björg var búsett í Kaupmannahöfn.

Sjálfboðaliðar í grunni fyrirhugaðs stúdentagarðs á Skólavörðuholti

Magnús Jónsson, dósent í Guðfræðideild (þá settur prófessor), ásamt nemendum sínum.

Fremsta röð frá vinstri:

  • Einar M. Sigurðsson, tók ekki embættispróf í guðfræði
  • Sigurður Pálsson (krjúpandi), síðar prestur á Selfossi og vígslubiskup
  • Bergur Björnsson, síðar prestur í Reykholti og prófastur
  • Þorgrímur Sigurðsson, síðan prestur á Staðarstað og prófastur
  • Jón Thorarensen, síðar prestur í Reykjavík
  • Magnús Jónsson dósent
  • Sigurjón Guðjónsson, síðar prestur í Saurbæ og prófastur.

Miðröð frá vinstri:

  • Garðar Þorsteinsson, síðar prestur í Hafnarfirði og prófastur
  • Óskar J. Þorláksson (í dökkri peysu og smekkpeysu), síðar dómkirkjuprestur í Reykjavík og prófastur
  • Jón Þorvarðsson, síðar prestur í Reykjavík og prófastur
  • Guðmundur Benediktsson, síðar prestur á Barði í Fljótum.

Aftasta röð frá vinstri:

  • Einar Guðnason, síðar prestur í Reykholti og prófastur
  • Jón Jakobsson, síðar prestur á Bíldudal
  • Gunnar Jóhannesson, síðar prestur á Stóra-Núpi og prófastur.
Image
Sjálfboðaliðar í grunni fyrirhugaðs stúdentagarðs á Skólavörðuholti árið 1928

Formaður stúdentagarðsnefndar

Þorkell Jóhannesson rektor 1954-1960

Teikningin er eftir Tryggva Magnússon og birtist í Stúdentablaði árið 1928 þegar Þorkell var formaður stúdentagarðsnefndar.

Image
Þorkell Jóhannesson, teikning eftir Tryggva Magnússon frá árinu 1928