1929
Stúdentaráð útbýr skírteini
Stúdentaráð útbýr sérstök skírteini handa háskólastúdentum er sýna nafn, aldur, heimili og námsgrein.
Pétur Sigurðsson háskólaritari
Pétur Sigurðsson, meistari í íslenskum fræðum, var háskólaritari í 34 ár, 1929–1963, og framan af eini starfsmaðurinn í stjórnsýslu Háskólans. Hér er Pétur í dyrum hússins við Vonarstræti 4, þar sem Happdrætti Háskóla Íslands var til húsa í fyrstu, enda var Pétur líka framkvæmdastjóri þess allt til 1963.
Image