1937

Háskólahúsið í byggingu

Háskólahúsið í byggingu sumarið 1937. Búið er að steypa upp 1. hæðina og sjást menn þar á plötunni. Atvinnudeildarhúsið, sem þarna sést, hafði verið byggt skömmu áður. Í litla húsinu norðan við nýbygginguna (vinstra megin við hana á myndinni) mun hafa verið búið á þessum tíma og fyrr.

Image
Háskólahúsið í byggingu sumarið 1937

Atvinnudeildarhúsið vígt

Atvinnudeildarhúsið. Hönnuðir: Guðjón Samúelsson, þáverandi húsameistari ríkisins ásamt Bárði Ísleifssyni.

Atvinnudeildarhúsið vígt við hátíðlega athöfn í byrjun háskólaárs haustið 1937. Húsið var byggt fyrir happdrættisfé. Þar áttu aðallega að fara fram hagnýtar rannsóknir tengdar landbúnaði, sjávarútvegi og iðnaði en húsið var einnig notað til efnafræðikennslu læknanema. Háskólayfirvöld gerðu þá kröfu að skólinn fengi yfirráð yfir atvinnudeildinni. Hún varð þó aldrei að raunverulegri háskóladeild. Stofnunin fluttist síðar í áföngum af háskólasvæðinu.

Image
Atvinnudeildarhús Háskóla Íslands

Hugmynd um trjástíga

Alexander Jóhannesson rektor varpar fram þeirri hugmynd í Stúdentablaðinu að búnir verði til trjástígar og komið fyrir gosbrunni á háskólasvæðinu að enskri og bandarískri fyrirmynd (campus).

Image
Alexander Jóhannesson, háskólarektor