1938

Fleiri stúlkur innritast í Háskóla Íslands

Um haustið innritast 16 stúlkur til náms við Háskóla Íslands eða helmingi fleiri en nokkurt einstakt ár í sögu skólans fram að því.

Kennsla tekin upp í viðskipta- og hagfræði

Viðskiptaháskóli Íslands stofnaður fyrir forgöngu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Þremur árum síðar samþykkti Alþingi að taka upp kennslu í viðskipta- og hagfræði við lagadeild Háskóla Íslands og tók skólinn þá við nemendum Viðskiptaháskólans sem var lagður niður.

Stúdentamót þann 17. júní

Á myndinni sést bílalestin leggja af stað af Austurvelli í Reykjavík austur á Þingvöll á stúdentamótið að morgni 17. júní. Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Bílalest við Austurvöll 1938