1939
Nemendafjöldi fimmfaldast frá stofnun Háskóla Íslands
Kennarahópurinn var nokkurn veginn jafn stór og svipað samansettur og við stofnun Háskóla Íslands árið 1911. Nemendafjöldi skólans hafði hins vegar fimmfaldast á sama tíma.
Fyrsta háskólahátíð Háskóla Íslands
Háskólinn settur á svokallaðri háskólahátíð sem var haldin fyrsta vetrardag ár hvert. Fyrsta háskólahátíðin 26. október þetta ár var einnig söguleg sökum þess að það var í síðasta sinn sem rektor bauð nemendur velkomna í skólann í fundarsal neðri deildar Alþingis.
Félag frjálslyndra stúdenta stofnað
Félag róttækra stúdenta klofnar á þessu ári þegar stuðningsmenn Framsóknarflokksins stofna Félag frjálslyndra stúdenta.
Háskólaráð fundar í Alþingishúsinu
Háskólaráð á fundi í kennarastofu háskólans í Alþingishúsinu. Myndin var tekin veturinn 1939-1940, síðasta árið sem Háskólinn var í Alþingishúsinu.
Frá vinstri:
- Pétur Sigurðsson háskólaritari
- Ólafur Lárusson prófessor (lagadeild)
- Magnús Jónsson prófessor (guðfræðideild)
- Alexander Jóhannesson háskólarektor
- Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor (læknadeild)
- Sigurður Nordal prófessor (heimspekideild)
Yfirlitsmynd yfir Háskólasvæðið
Horft yfir svæðið, sennilega úr Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Næst er Setberg (sem þá var hús atvinnudeildarinnar) en einnig sjást hús við Hringbraut og Tjarnargötu.
Ljósmyndari: Karl Christian Nielsen. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.