1951

Háskóli Íslands 40 ára

Fertugsafmælis háskólans minnst 17. júní með athöfn í Hátíðasal.

Kennsla í uppeldis- og kennslufræðum hefst

Um haustið þetta ár hefur dr. Matthías Jónasson reglulega kennslu í uppeldis- og kennslufræðum í samræmi við breytingu á háskólareglugerðinni 10. sept. það ár, þar sem fræðin eru gerð að skyldunámi fyrir kennaraefni í heimspekideild.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kemur á vinnumiðlun

Stúdentaráð Háskóla Íslands kemur á vinnumiðlun fyrir háskólastúdenta. Ráðið kaus þrjá menn í nefnd til að útvega háskólastúdentum vinnu yfir sumartímann. Nefndin lét prenta umsóknareyðublöð í upphafi ársins og bárust henni 30 umsóknir um vinnu. Nefndin skrifaði í kjölfarið tæplega 20 atvinnufyrirtækjum en hún átti að auki samstarf við ASÍ og Vinnuveitendasamband Íslands. Undirtektirnar voru dræmar, enda var þetta fyrsta tilraun ráðsins til þess að útvega stúdentum vinnu og allmikið atvinnuleysi var á þessum tíma.

Nokkrir stúdentar munu þó hafa fengið vinnu hjá Sameinuðum verktökum fyrir atbeina nefndarinnar. Nefndin lagði þá lista fyrir Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar og fengu þá allmargir stúdentar vinnu. Einnig liðkaði nefndin til fyrir því að stúdentar fengju vinnu við umhirðu háskólalóðarinnar sumarið 1952.

Stúdentar á gangi

Tveir menn á gangi með bók í hönd í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Tveir menn á gangi með bók í hönd í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu Háskóla Íslands

Lestrarsalur framan við Háskólabókasafn

Á myndinni, sem tekin er í lestrarsal framan við Háskólabókasafn þetta ár, sjást tveir menn skoða gögn til rannsókna við Háskóla Íslands. Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Á myndinni, sem tekin er í lestrarsal framan við Háskólabókasafn þetta ár, sjást tveir menn skoða gögn til rannsókna við Háskóla Íslands.