1952

Ráðin kennari fyrst kvenna við HÍ

Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir ráðin kennari við Háskóla Íslands, fyrst kvenna árið 1952. Hún kenndi lífeðlisfræði við tannlæknadeild til ársins 1961.

Háskóli Íslands kaupir íbúð að Hagamel 16

Íbúð við Hagamel 16 keypt fyrir fé nokkurra sjóða vegna húsnæðisskorts Háskóla Íslands. Samþykkt var jafnframt í háskólaráði að hætta verðbréfakaupum fyrir sjóði skólans og stefna að því að verja fé þeirra til kaupa á fasteignum sökum verðfalls peninga á árunum áður.