1954

Bókasýning íslenskra fræða haldin

Bókasýning íslenskra fræða 1911-1954 haldin í tilefni 10 ára afmælis lýðveldisins og náði hún til þeirra rita einna sem íslenskir fræðimenn unnu að á þessum tíma. Sýningin var haldin í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni voru höfð til sýnis rúmlega 1.000 bindi og 600 sérprent eða úrtök.

Tíðar fundarsetur Stúdentaráðs

Alls voru haldnir 45 fundir í Stúdentaráði háskólaárið 1953-1954 undir stjórn formanns þess, Björns Hermannssonar. Mun þessi fjöldi funda vera algjört einsdæmi. Fundir voru lengst af haldnir í hverri viku og aukafundir eftir þörfum, einkum í sambandi við undirbúning hátíðisdags stúdenta, 1. desember, og blaðaútgáfu fyrir 17. júní.

Karlakór háskólastúdenta hlýtur styrk

Stúdentaráð ákvað að styrkja starfsemi Karlakórs háskólastúdenta og var honum veittur 2.500 króna styrkur. Var starfsemi kórsins blómleg á árinu.

Teikningar af fyrirhuguðu náttúrugripasafni Háskóla Íslands

Teikningar af fyrirhuguðu náttúrugripasafni Háskóla Íslands eftir Gunnlaug Halldórsson. Af byggingu þess varð þó ekki.