1960

Nemendafjöldi HÍ 1960-1965

Á árunum 1960-1965 eru tæplega 850 manns að meðaltali innritaðir í Háskóla Íslands.

Skýrsla um vísindastarf HÍ 1950-1960

Skýrsla gefin út af Rannsóknarráði ríkisins sem ber heitið Þróun rannsókna og tilrauna á Íslandi 1950-1960. Skýrslan gefur glögga mynd af því vísindastarfi sem átti sér stað við háskólann á þessum áratug.

Lýkur doktorsprófi fyrst kvenna frá Háskóla Íslands

Selma Jónsdóttir lýkur doktorsprófi fyrst kvenna frá Háskóla Íslands. Hún var eina konan frá upphafi til ársloka 1989 sem það gerði. Selma var listfræðingur og gengdi starfi forstöðumanns Listasafns Íslands.

Ljósmyndari: Edvard Sverrisson. Myndin er úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Image
Dr. Selma Jónsdóttir

Gamli-Garður rekinn sem hótel á sumrin

Herbergi á Gamla-Garði, eða Hótel Garði, eins og húsið var nefnt á sumrin, enda var þar rekið hótel á sumrin frá árinu 1960.

Image
Herbergi á Gamla-Garði

Garðsbúð

Myndin er tekin í Garðsbúð, Hótel Garði, á sjöunda áratugnum. Garðsbúð var notuð sem setustofa fyrir gesti hótelsins á sumrin.

Image
Myndin er tekin í Garðsbúð, Hótel Garði, á sjöunda áratugnum. Garðsbúð var notuð sem setustofa fyrir gesti hótelsins á sumrin.

Garðsbúð

Myndin er tekin í Garðsbúð, Hótel Garði, á sjöunda áratugnum. Garðsbúð var notuð sem setustofa fyrir gesti hótelsins á sumrin.

Image
Þrjár konur í Garðsbúð, setustofu í Gamla-Garði, um 1960.

Ritvélar

Háskólakennarar notuðust við ritvélar áður en ritvinnslutölvur litu dagsins ljós. Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Háskólakennari við ritvél, um 1960

Háskóli Íslands festir kaup á hæð við Laugaveg 105

Háskóli Íslands festir kaup á einni hæð í stórhýsinu Laugavegi 105, við Hlemmtorg, fyrir náttúrugripasafn. Var þessari ráðstöfun ætlað að vera til bráðabirgða meðan beðið væri eftir að reist yrði Náttúrufræðahús á háskólalóðinni.

Image
Laugavegur 105, við Hlemmtorg í Reykjavík.