1978

Verkfræðistofnun hefur starfsemi

Verkfræðistofnun hefur starfsemi í tengslum við verkfræðideild. Verkfræðistofnun Háskóla Íslands er rannsóknavettvangur kennara í verkfræðideild og starfar samkvæmt reglugerð frá árinu 1977.

Hagsmunafélag stundakennara stofnað

Í apríl árið 1978 skýrði Stúdentablaðið frá því að stundakennarar við skólann hefðu stofnað með sér hagsmunafélag. Óánægja ríkti þeirra á meðal m.a. vegna lífeyrissjóðsiðgjalda og auk þess áttu þeir ekki aðild að Bandalagi háskólamanna. Um haustið sama ár lýstu stundakennarar við Háskóla Íslands yfir verkfalli. Skrifaði Stúdentablaðið um þann atburð að það hefði verið „í hendi stundakennara að stöðva mestalla kennslu við skólann.“ Þeir gáfu síðan út fréttablað og héldu reglulega fundi.

Samtök stundakennara við skólann voru svo stofnuð 8. mars 1978. Ýmsar tillögur til að bæta aðstæður stundakennara voru samþykktar í háskólaráði í kjölfarið.

Verklegt nám

Verklegt nám í verkfræði- og raunvísindadeild var kostnaðarsamt því að það krafðist tækja og tiltölulega mikils húsrýmis.

Image
Nemendur í verklegu námi í Verkfræði- og raunvísindadeild

Efnafræðitími í Hátíðarsal Háskólans

Þegar mest þrengdi að háskólanum vegna fjölgunar stúdenta og nýrra námsleiða var Hátíðasalnum í Aðalbyggingu breytt í kennslustofu og síðar lestrarsal. Hér er verið að kenna þar efnafræði í september 1978.

Image
Nemendur í efnafræðitíma í hátíðarsal í Aðalbyggingu árið 1978

Stúdent utan við aðaldyr aðalbyggingar háskólans

Mörgum nýnemum þótti óþægilega þungt að opna aðaldyr Háskóla Íslands áður en settur var vélrænn opnunarbúnaður á hurðina.

Myndin er úr Þjóðminjasafni.

Image
Stúdent utan við aðaldyr aðalbyggingar háskólans