1987

Samstarfsnefnd háskólastigsins sett á laggirnar

Birgir Ísleifur Gunnarsson, þáverandi menntamálaráðherra

Samstarfsnefnd háskólastigsins sett á laggirnar. Nefndin fjallar reglulega um málefni háskóla og veitir umsögn um mál sem ráðherra eða einstakir háskólar vísa til hennar. Í lögum um háskóla frá árinu 1997 kemur fram að íslenskir háskólar skuli hafa með sér samráð og samstarf til að nýta best tiltæka starfskrafta og gagnakost og stuðla með hagkvæmum hætti að fjölbreyttri háskólamenntun.

Image
Birgir Ísleifur Gunnarsson

VR-III tekið í notkun

VR-III var tekið í notkun þetta ár. Í húsinu eru skrifstofur, kennslustofur og verkstæði.

Image
VR-III

Læknagarður tekinn í notkun

Hafin var bygging á húsnæði fyrir læknadeildina og fluttist hún í þá byggingu þetta ár og henni gefið heitið Læknagarður.

Teikningar að Læknagarði voru unnar hjá embætti húsameistara ríkisins, Harðar Bjarnasonar.