1998

Aðstoð við námsmenn sem þurfa á sérúrræðum að halda

Sérstakir samningar gerðir í Háskóla Íslands um aðstoð við námsmenn sem þurfa á sérúrræðum að halda. Þá reyndust þeir um 100, þar af átti um helmingur við lesblindu að stríða.

Tungumálamiðstöð háskólans sett á laggirnar

Tungumálamiðstöð háskólans var sett á laggirnar sumarið þetta ár. Tungumálamiðstöðin er fyrir nemendur og starfsmenn háskólans sem vilja leggja stund á skipulegt sjálfsnám í tungumálum.

Atvinnumiðstöð opnuð í Félagsstofnun stúdenta

Atvinnumiðstöð stúdenta hefur starfsemi þetta ár.

Tvær stúlkur í spænsku í heimspekideild skráðu sig hjá Atvinnumiðstöðinni þegar á fyrsta opnunardeginum.

Image
Tvær stúlkur í spænsku í heimspekideild voru að skrá sig hjá Atvinnumiðstöðinni þegar á fyrsta opnunardeginum